17 September 2014

púðar: SAMSETNING OG UPPRÖÐUN

SMÁATRIÐIAð raða púðum og velja þá saman getur vafist fyrir mörgum sem vilja hafa sófann sinn huggulegan á að líta en samt sem áður kósý og aðlaðandi að fleygja sér í. Ég held að myndirnar sem fylgja þessari grein geti gefið ágætis hugmyndir um samsetningu og uppröðun á púðum. Skoðið þær vel. Nokkrir punktar til að hafa í huga; veljið saman púða sem eru ólíkir að stærð og leyfið einhverjum að vera nokkuð stórum. Vandið alltaf valið á fyllingum í púða, það er grunnurinn að baki því að þeir séu þægilegir og líti vel út. Setjið saman litapalettu og veljið púða út frá henni. Blandið saman mynstrum, röndum og litum. Raðið þeim á annan hátt en í annað hornið. Hafið röð allan sófann eins og hér að ofan. Hafið grúbbu í öðru horninu sem síðan deyfist út eftir sófanum. Hafið þrjá í miðjunni. Leggið þá niður og staflið, látið einn leggjast að staflanum o.s.frv. Gangi ykkur vel! 

– Lesa nánar til að fá hugmyndir með púðum –

1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...