01 September 2014

mánudagsmix: HOUSE DOCTOR KEMUR TIL HJÁLPAR

INNANHÚSS
Vörur frá danska fyrirtækinu House Doctor eru í miklum mætum hjá mér. Fyrir því eru nokkrar haldgóðar ástæður: Ég fíla þennan blandaða stíl sem þeir gera út á, þar auðvelt er að finna hluti og smádót sem ganga með ólíkum stílbrigðum, vörurnar hafa reynst vel og svo gera þeir hjá House Doctor fallega bæklinga. Hvers vegna skiptir það máli? Vegna þess að bæklingar með fallegum, uppstilltum myndum eru bónus fyrir viðskiptavini (eins og allir þekkja úr Ikea bæklingunum). Myndirnar eru vel uppsettar og auðvelt að samsama þær heimilinu, „stela" hugmyndinni og framkvæma hana heima. 
Síðustu mánuði höfum við verið að kaupa House Doctor vörur fyrir verkefnið sem við stöndum í, við að innrétta þrjár íbúðir í húsinu sem við vorum að flytja í. Við bíðum spennt að taka þær upp, því margt höfum við ekki séð nema á myndum en í huganum á þetta eftir að passa eins og flís við rass! 
Áhugasamir um House Doctor geta keypt vörurnar í Tekk sem og í versluninni Fakó á Laugavegi 37. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar frá House Doctor – 

Photos via House Doctor
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...