03 September 2014

lampar: MIKILVÆGIR ÞEGAR KOMINN ER SEPTEMBER

SMÁATRIÐI
Allt fer þetta í hringi og nú er kominn september og tími til að tala enn og aftur um mikilvægi lampa. Á því þreytist ég ekki! Lampar eru stórlega vanmetnir og fólk er alltof sparsamt á þá. Einn lampi í stofu gerir ekki nærri því nóg og loftlýsing, sama hversu góð og vönduð hún er, nær ekki þeim hlýleika og stemmningu sem lampar ná. Skoðum núna lampa sem kalla ekki á athygli, lampa sem falla inn í uppstillingar, láta lítið fyrir sér fara en gera ósköp mikið. Þeir geta verið af ýmsum toga eins og úr pappa, gleri, það er flott að nota gamaldags skrifborðslampa. Tveir lampar þurfa alls ekki að vera eins á sama borðinu, lampar fara vel inn á milli bóka í hillu, í uppstillingu á bakka og í þröngu horni. Myndirnar sýna nokkrar góðar hugmyndir. 

– Lesa nánar til að sjá allar lampahugmyndirnar –

Ljómyndarinn og stílistinn Daniella Witte notar hér tvo ólíka lamp á sama skenkinn. Innanhússhönnuðurinn Abigail Ahern notar lampa mjög mikið og hvetur til 
þess að setja þá á ólíklegustu staði.Hvíti lampinn verður hluti af uppstillingu og varla hægt að sjá að þetta sé lampi.Hönnuðurinn Thomas O'Brien notar litla lampa mjög mikið og hér 
ofan á bakka með fullt af dóti.


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...