11 August 2014

mánudagsmix: TIL AÐ MUNA OG BLÁSA Í BRJÓST

INNBLÁSTUR
Það að flytja og fara í algjörlega annað umhverfi er skemmtilegt verkefni sem krefst þess að maður skipti aðeins um gír. Ég segi það vegna þess að við höfum búið nokkuð lengi í mjög opnu rými en vorum að flytja í gamalt hús frá 1928 þar sem skipulagið er algjörlega ólíkt. Í opna rýminu var ég alltaf að spá í hvernig mætti skipta því niður í kósý svæði og eitthvað að breyta en núna hefur hvert herbergi sitt hlutvert. Ég skal viðurkenna að ég var orðinn þokkalegur sérfræðingur í opnum rýmum og hvernig má leika með þau á áhugaverðan hátt.
Á nýjum stað er nánast allt breytt fyrir utan dótið okkar! Við höfum á löngum tíma unnið að endurbótum á húsinu með góðu fólki og spáð gríðarlega mikið í liti og samsetningar, efni og áferð, skipulag og notkun á rými. Nú heldur verið bara áfram og margt sem á eftir að gerast á næstu vikum. Húsið á eftir að fá margþætt hlutverk á vegum Home and Delicious.
Myndirnar sem fylgja eru nokkrar af mjög, mjög mörgum sem ég hef horft á við þessa vinnu. Þær hafa veitt innblástur en mest látið mig muna hitt og þetta sem ég hef séð fyrir mér; borðið í geymslunni fær nýtt hlutverk, mála gamlan spegil í vegglit, litla hillan passar í borðstofuna og svo framvegis. Vonandi hafið þið jafn gaman af að kíkja á þessar myndir og ég.
Allar myndir úr Pinterest möppum Home and Delicious
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...