18 August 2014

mánudagsmix: FYRSTU MYNDIRNAR

INNANHÚSS
Nú er mánudagur og vika frá síðasta pósti hér á Home and Delicious. Alltof langt en lagast héðan í frá. Það er bara svo ansi mikið sem fylgir því að flytja og standa mitt í þessu verkefni okkar. Það eru tíu dagar síðan við fluttum í þetta dásamlega hús og okkur líður svo vel. Gunnar hefur sett inn nokkrar Instagram-myndir sem ég læt fylgja þessum pósti. Þetta eru fyrstu myndirnar af heimilinu og langt í land and allt sé komið á sinn stað and ágætis mynd komin á hlutina.
Það er dökk og blá umgjörð í íbúðinni, gluggar, listar og hurðir eru í hvítu. Gólf í gráu, flot og parket. Allt er svo hreint og dásamlegt að það truflar ekki að enn vanti þetta persónulega dót sem fylgir okkur  og sérstaklega ljósmyndir sem segja okkar sögu. En það líður ekki á löngu þar til við skellum okkur í að velja það saman og hengja upp. Það gerist margt hérna innan húss á hverjum degi. – Lesa nánar fyrir fleiri myndir –

2 comments:

 1. Dásamlegar myndir! MIkið þætti mér gaman að vita nafnið/númerið á þessum fallega bláa lit? - Sandra

  ReplyDelete
  Replies
  1. þakka þér innilega fyrir sandra!
   við málum allt með lady-jötun málningu sem fæst í húsasmiðjunni
   þar er hægt að fá ofsalega fallegt og gott litakort yfir margar litapalettur sem er gaman að skoða
   endilega kíktu á það
   kær kveðja, hallabára

   Delete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...