19 August 2014

heimili: RALP LAUREN Í HVERJU HORNI

INNANHÚSS
Bóhemískur elegans! Ekki frábær þýðing en segir það sem þarf að segja. Ile Saint-Louis er ný lína frá Ralph Lauren Home sem eins og margar aðrar frá honum er virkilega falleg. Ég er svo ánægð með hann þegar hann fer út í þessa blöndu á ólíkum stílbrigðum eins og hérna. Lauren getur verið virkilegur meistari á því sviði en fer samt aldrei út fyrir þennan elegant ramma sem einkennir hann. Hérna er það afslappað bóhem sem mætir smá hefðbundnari týpu og saman verða þeir skemmtileg blanda. Takið eftir smáatriðunum: Hæðinni á ljósakrónunni, textíl í gardínum, vegglampanum í borðstofunni, staðsetningu á lampanum yfir eldhúsvaskinum og litla borðinu í horninu á baðinu. Virkilega flott atriði sem má nota heima! 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...