10 July 2014

umhverfis jörðina: Á STUTTBUXUM
Við þennan póst inni á ensku síðunni okkar var ég aðeins að útlista veðrið hér á Íslandi þetta sumarið (hér á suð-vesturhorninu). Ég sagði þar að ég yrði að gera játningu og hún væri sú að ég hefði aldrei farið í stuttbuxur þetta sumarið, sumarfötin væru enn í kassa niðri í geymslu og það væri frekar erfitt að gera sumarlega pósta inn á síðuna því ekkert benti til sumars. Vá, frekar neikvætt en samt ekki. Staðreynd, er ekki svo? 
Nú þegar við fjölskyldan erum að fara í hringferð, eins og við reynum að gera á hverju sumri, þá er ekki eins og ég sé að pakka mjög léttum fötum. Þetta eru miklu frekar haustdress en eitthvað annað, þá er ég ekki að taka með hlý innanundirföt sem maður þarf alltaf að hafa með sér þegar gist er í tjaldi. Þetta er alveg ferlegt! 
Vegna þess að veðrið var skelfing í dag þá ákvað ég að hugsa um stuttbuxur af ýmsum gerðum og reyna og muna tilfinninguna að finna sólina verma fæturna og jafnvel sjá pínu sólbrúnku. Það hefst víst ekki nema með ímyndun að þessu sinni. Njótum okkar í stuttbuxum umhverfis jörðina.

– Lesa nánar fyrir stuttbuxur  – 


1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...