25 June 2014

innanhúss: UPPRÖÐUN Í STOFU
Ég hef alltaf haft mjög gaman af ameríska innanhússhönnuðinum Vicente Wolf og á bækurnar hans. Sérstaklega fyrir það eitt að hann er snillingur í því að raða upp í rými á óhefðbundinn hátt sem heillar mig gríðarlega. Þegar ég kom auga á þessa mynd hér að ofan kveikti það í mér að renna aðeins í gegnum myndir af verkum hans á Google og þar sannast þetta vel sem ég er að tala um. Hann hikar ekki við að láta húsgögn vera á miðju gólfi og skásett, eitthvað sem varla sést t.d. gert hér á landi. Bara við það að leika sér við að raða upp á óhefðbundinn hátt, draga húsgögnin í fyrsta lagi frá veggjunum, þá verður rými miklu áhugaverðara. Sjáið hvernig legubekkurinn er skásettur, tveir ólíkir stólar eru notaðir með og borðið ekki haft á milli heldur til hliðar. Myndaveggurinn nýtur sín svo mjög vel í horninu því ekkert þrengir að.

Myndin að neðan er líka skemmtileg. Sófinn er staðsettur á móti arninum með stól sem flestir myndu nota úti við. Og í stað þess að sófaborðið sé fyrir framan sófann og stólarnir tengist þá er það haft langt til hliðar og stólarnir þar fyrir aftan. Rúmgóðar stofur bera þessa uppröðun mjög vel. 

Þessar tvær hugmyndir eru flottar að mínu mati og ég skora á áhugasama að prófa nú að raða upp á nýtt í stofuna sína. Það kostar ekkert! Meira um uppröðun í næstu póstum.1 / 1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...