25 June 2014

innanhúss: UPPRÖÐUN Í STOFU II
Talandi um uppröðun húsgagna í stofu og hvernig má fara aðrar leiðir en þær hefðbundnu – skoðið þessar myndir vel af heimili hjónanna Charles og Ray Eames. Þær eru ótrúlegar. Takið eftir hvernig þau hugsuðu þetta opna rými. Gerðu í raun fjórar aðskildar eyjur í rýminu sem renna saman í eina heild. Horfið á ólík húsgögnin og hvernig þau voru valin saman. Bakkann á gólfinu með kertastjökum og blómum. Fuglinn er líka á gólfinu. Púðar. Plöntur spila stórt hlutverk. Motta ofan á mottu. Bókahillan og litlu hlutirnir. Það er í raun alveg ótrúlegt að rýna í myndirnar og sjá hversu langt á undan sinni samtíð þau voru!Myndir af heimili hjónanna Charles and Ray Eames
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...