24 June 2014

heimsókn: PARÍS Í GRÁUM TÓNUM
Heimili í París í mildri grátóna litapalettu. Einfaldur glæsileiki með sterkum atriðum sem verða áberandi innan um litina á veggjunum. Þetta heimili er skemmtilega öðruvísi en margt annað sem við sjáum eimmitt vegna þess að það er allt málað í öðrum tónum en hvítu og litapalettan er haganlega samsett og úthugsuð með tilliti til húsgagna og aukahluta. Takið t.d. eftir hvað svart og hvítt öðlast allt annað líf þegar það er sett á móti þessum gráu og grábláu tónum sem jafnvel sýnast fljóta út í grágræna með sægrænum undirtónum. Virkilega fallegt og vonandi innblástur fyrir einhverja að láta bara vaða! 

– Lesa nánar til að sjá myndir af öllu heimilinu –

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...