12 June 2014

ferðalög: GÓÐAR HUGMYNDIR Á FRÁBÆRUM HÓTELUM
Þegar hugtakið „Design hotel" kom fram fyrir allnokkuð mörgum árum hefur orðið sprenging í því að hótel séu einstök og frábærlega úr garði gerð. Mikið var talað um hótelstíl á þeim tíma og að fólk vildi hafa eitthvað svipað í gangi heima hjá sér en síðustu ár hefur þessi hótelstíll umbreyst. Hann er heimilislegri og hlýlegri í alla staði og fjöldamörg hótel eru svo falleg að hægt er að ganga inn í hótelherbergi þeirra og bara vilja taka það með sér heim! Hér á eftir eru myndir sem ég tók saman af einstaklega fallegum hótelum, þar sem hugmyndirnar drjúpa af hverju strái til að nota heima eða annars staðar. 

– Lesa nánar til að sjá fallegar myndir af glæsilegum hótelum –
– Ett Hem í Stokkhólmi –Fallegt stofurými þar sem viður, litir og textíll tvinnast saman.
Góð uppstilling að húsgögnum fyrir framan arin eða kamínu.
Uppstilling á bekk við vegg sem líklega væri ekki notaður fyrir neitt annað.

– The Firmdale Hotels in London and New York –Frábær notkun á textíl, litum og áferð er í gangi á Firmdale hótelunum. Djörf og óvenjuleg en passar samt fallega saman og skilar sér í áhugaverðu umhverfi sem er einstaklega aðlaðandi.

– Miss Clara í Stokkhólmi –Hreint og ferskt umhverfi þar sem súkkulaðibrúnt og beinthvítt kallast á í stað hinnar hefðbundnu, skandinavísku palettu í svörtu og hvítu. Einfalt og stílhreint en mjúkir litirnir gera umhverfið 
sérlega hlýlegt og mjúkt. 1-4 / 5-7 / 8-9

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...