13 May 2014

innblástur: INNANHÚSS
Höldum áfram með innblásturinn og hvernig við verðum fyrir honum á ólíklegustu stöðum og tímum. Í síðasta pósti var ég með myndir af litum og mynstrum en núna eru það myndir af heimilum. Mjög ólíkar myndir í stíl og rúmi en samt sem áður er yfir þeim ákveðin heildarsvipur. Mörgum þykir kannski auðveldara að verða fyrir innblæstri fyrir heimilið sitt með því að sjá slíkar myndir og hér eru þær. Alveg ótrúlega fallegar myndir að horfa á en takið eftir öllum smáatriðunum. Sama hvaða stíl við sækjumst eftir heima þá má alltaf verða fyrir innblæstri af myndum sem sýna eitthvað allt annað. Horfum á uppröðun á húsgögnum og staðsetningu á litlum borðum, stólum og lömpum. Tökum eftir hvernig blómum og plöntum er stillt upp. Hvers konar hlutir eru notaðir saman í uppstillingar. Fyrir utan liti, textíl, gólfefni og fleira. Allt þetta má heimfæra til sín. 

– Lesa nánar til að sjá fallegar myndir –

1 / 2 / 3 / 5 / 6
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...