05 May 2014

mánudagsmix: ÝKTAR AÐSTÆÐUR
Sterk áhrif af því sem við búum til í kringum okkur koma til með smá ýkjum! Það er staðreynd sem sannarlega skal hafa í huga. Það þarf að ýkja uppstillingar til að þær hafi áhrif, ýkja uppröðun á húsgögnum svo hún virki, ýkja staðsetningu á lömpum svo hún virki. Þessar ýkjur eiga jafnt við um þá sem aðhyllast maximalisma eða minimalisma. Það sem virkilega fangar auga okkar hefur einhvern x-þátt sem er einmitt þessi sterki/ýkti þáttur sem fær augað til að staldra við. 
Horfið á myndina hér að ofan. Hún er ótrúlega falleg og líka sérstök því uppstillinging á borðinu er rosalega ýkt. Allar leirkrúsirnar sem og hæðin sem kemur til með glerkössunum og svo fjöðrunum allra efst. Kannski eitthvað sem ekki allir myndu gera heima og þykir sennilega aðeins of mikið af hinum góða. En það má sannarlega læra af svona myndum og verða fyrir áhrifum. Þannig má líta á myndina hér að neðan sem afsprengi þess að spáð hafi verið í hina myndina. Þar er borð á miðju gólfi og vasi á miðju borði með ýkt miklu af greinum sem skilar sér í miklu, miklu sterkari áhrifum en ef þar væru nokkrar greinar á stangli! Ágætis umhugsunarefni á mánudegi. 1 / 2No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...