16 May 2014

innblástur: BRÚNN LITUR Í BÚSTAÐINN
Nú hugsið þið; vá en týpískt, en svo er alls ekki. Ég veit að flestir bústaðir á Íslandi eru í brúnum tónum að utanverðu, og þá með mjög rauðum undirtónum, en að innan eru þeir ber panellinn því fólk annað hvort þorir ekki að mála eða nennir því hreinlega ekki (þetta er pínu maus). Myndirnar sem hér eru sýna hversu fallegt er að mála panelinn að innan og þá í dökkbrúnum súkkulaðilit. Með hvítum loftum er þetta engin rosaleg áhætta en ég viðurkenni að mér þætti spennandi að sjá þessi rými máluð að meirihluta í þessum dökka lit. Virkilega áhugavert og spennandi.1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...