21 May 2014

hönnun: STÆRÐIN SKIPTIR EKKI MÁLI
Það sannast alltaf reglulega að stærðin skiptir ekki máli þegar kemur að því að eiga sumarbústað. Það er hvernig hann er skipulagður og notkunin á rýminu sem er aðalatriðið. Þessi tvö agnarsmáu hús eru einn bústaður; annað er svefnherbergi á meðan hitt er stofa og eldhús. Mér finnst þetta virkilega heillandi staður. Húsin eru eins og sniðin fyrir þann stað sem þau standa á, vatnið, litla bryggjan og svo er notkunin á einföldu timbrinu vel útfærð. Það er hægt að fara einfalda og virkilega öðruvísi leið í að koma sér upp litlum kofa. 

– Lesa nánar hér fyrir neðan þessa mynd til að sjá allar myndirnar sem fylgja –No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...