14 May 2014

heimsókn: MANSTU EFTIR ELDHÚSINU?
Já, munið þið eftir þessu eldhúsi? Ég hef birt þessa mynd áður og valdi hana eina af þeim sem heilluðu mig hvað mest á síðasta ári. Það er eitthvað við þetta eldhús sem er öðruvísi; liturinn á því, marmarinn og notkunin á messing-málminum. Þegar ég fann síðan fyrir tilviljun myndir af heimilinu í heild fannst mér, eins og venjulega, sérlega gaman að setja það hér inn á Home and Delicious. Takið eftir litum á veggjum. Hvernig sá grái og gráblái mætast og hvítt er síðan haft með á útveggjum í þessu stóra rými. Viðurinn í húsgögnunum fer ótrúlega fallega við þetta sem og eru húsgögnin vel valin inn í þetta rými. Þetta er nútímalegt heimili, það er skemmtilega elegant sem og með heillandi glamúryfirbragð. Hönnunin var í höndum Rawlins Calderone Design

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –


Rawlins Calderone Design / Myndir Christofer Sturman for Harper's BazaarNo comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...