02 May 2014

HEIMSÓKN: FLASHBACK TIL SUÐUR SVÍÞJÓÐAR

Í gær var ég að fara í gegnum gömul tímarit hérna í bústaðnum hjá okkur. Hluti af smá vorhreingerningu sem er alltaf ágætt að gera svo allt verði ferskt og fallegt. Flest fóru í blaðagáminn, nokkrar síður voru rifnar úr og örfá blöð fengu að lifa. Við þessa tiltekt rakst ég á innlit sem mér finnst alltaf svo fallegt. Í gömlu House and Garden blaði frá 2006. Þetta er gamalt hús í suður Svíþjóð, eigendur Ulrika Rudolf-Hall and Johan Nilsson. Ég fór í að leita að þessum myndum á Google, fann myndir af heimilinu en ekki akkúrat þær sem voru í blaðinu. Þessar hér eru samt mjög fallegar og birtust upphaflega í sænska blaðinu Sköna Hem. 
Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þær er að þú sérð alls ekki hvort myndirnar voru teknar árið 2006 eða bara rétt um daginn. Einnig sýna þær svo vel þennan orginal antík-rómantíska sveitastíl og það áður en hann varð almennt vinsæll, hvort sem er í sveit eða borg, nýju eða gömlu húsnæði. Áhugasamir skoðið vel og fáið hugmyndir fyrir heimilið. Góða helgi!

–Lesið nánar til að sjá myndirnar–

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...