01 April 2014

TÍSKA: LÍFIÐ Í TÖSKUNNINýlega sá ég brot úr svo skemmtilegu viðtali við búningahönnuð myndarinnar Blue Jasmine eftir Woody Allen. Eins og þeir sem hafa séð myndina hafa væntanlega tekið eftir, þá er aðalpersóna myndarinnar alltaf og alls staðar með glæsitöskuna sína með sér. Hönnuðurinn sagði að með töskunni væri persónan að halda í líf sitt sem hún átti en hafði misst og vildi reyna að ná aftur. Taskan væri lífið og ríkidæmið sem hún þráði. Þetta var gert á snilldarlegan hátt í myndinni af Cate Blancett. Töskur eru tískufyrirbæri, geta verið ríkidæmi en sama hvers eðlis þær eru þá geta þær á svo skemmtilegan hátt sagt svo mikið!
1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...