30 April 2014

TÍSKA: HVAÐ FINNST LJÓSMYNDARANUM I?
Að sjálfsögðu hafa margir karlmenn sterkar skoðanir á því hvernig konur eiga að klæða sig, hvað þeim finnst flott og hvað alls ekki. Ég held að flestir sem þekkja mig viti að ég hef alltaf verið sérlega áhugasöm um falleg föt, að raða saman og spá í allt í kringum þau. Ég á mann sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á fötum þótt hann sé kannski ekki alveg að sökkva sér jafn djúpt í þetta áhugamál og ég! Hann hefur MJÖG sterkar skoðanir á því hvað honum finnst fallegt og klæða hvern og einn, eins og ég held að flestar konur í kringum hann viti, og þær spyrja hann líka óhikað um hans skoðun. Þess vegna finnst mér alveg upplagt að fá hann reglulega til að velja flott dress inn á Home and Delicious og fá örlitla útrás fyrir skoðanir sínar og sömuleiðis er ekki slæmt að fá álit karlmanns inn í þennan heim margra kvenna. Fyrsta verkefnið hans var einfaldlega: 

VELJA MYNDIR SEM HONUM FINNST SÝNA 
FLOTT FÖT OG SAMSETNINGAR

Sem sagt mjög almennt í þetta fyrsta skipti. Ég set honum fyrir erfiðara verkefni næst.

– Lesa nánar til að sjá hvað kom út úr vali Gunnars – 1 / 2 / 3 / 4 / 6 / 7 / 8 / 9 / 10 / 11
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...