28 April 2014

MÁNUDAGMIX: EITTHVAÐ AÐ GERAST
Jæja, Home and Delicious er farið af stað aftur eftir smá hlé þar sem verið var að hlaða batteríin fyrir komandi vertíð og sinna öðrum verkum. Byrjum á mánudegi og tökum fyrir nokkrar sérlega fallegar myndir sem hafa verið settar inn á Pinterest. Þar er hópur sem fylgir H&D en samt  eru miklu fleiri sem ekki hafa sett sig inn í Pinterest og ætla sér kannski alls ekki þangað. 

Þess vegna finnst mér full ástæða til að taka þessar myndir fyrir og leyfa ykkur að njóta þeirra. Þær hafa það sammerkt að í þeim er ákveðin stilla en samt svo skemmtilega margt að gerast. Þannig er einmitt vel innréttað og skreytt herbergi. Það beinir auganu ekki bara á einn stað og þá er búið að skanna rýmið, heldur leitar það um og sér á mörgum stöðum óvænt og áhugaverð atriði til að njóta en í heildina er samræmi sem kallar fram góðar tilfinningar.

– Lesa nánar til að sjá myndirnar sem fylgja –
1 / 2 / 3 / 4 / 5 


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...