14 April 2014

HEIMSÓKN: NOREGUR–HUGMYNDIR TIL AÐ LÍTA Á
Páskafrí og margir á ferðinni. Getur orðið langt frí hjá mörgum með nokkrum auka frídögum. Ég hef þá trú að margir njóti þess að slaka á í bústaðnum sínum þessa daga. Fyrir þá birti ég þessa heimsókn í fallegt hús í Noregi sem mér finnst búa yfir ótal hugmyndum sem má stela í bústaðinn … já eða á heimilið. Hvítt og bjart, smá shabby og chic stíll (pínu þreytt en flott mætti kalla þetta), textíll og mynstur. Takið eftir hvað það gerir fyrir svona tært umhverfi að leyfa mynstrum og textíl að njóta sín. Umhverfið verður miklu persónulegra og áhugaverðara. Einfalt og aðlaðandi og staður sem væri skemmtilegt að dvelja á. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar úr húsinu –
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...