29 April 2014

HEIMSÓKN: Í HÆÐIR HOLLYWOODHlutir gerast sífellt af tilviljun og þannig hnaut ég um þetta fallega heimili í Hollywood-hæðum. Í gegnum Pinterest og aftur í gegnum blogsíðuna Latte Lisa sem ég hafði ekki áður farið inn á og komst að því að hún er skrifuð af íslenskri konu, Lísu, sem býr í Englandi. 
Ég féll algjörlega fyrir þessari mynd hér að ofan þegar ég sá hana og það eru margar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi vegna þess að mér finnst alltaf gaman að skoða falleg heimili í Ameríku þar sem textíll, mynstur og ólíkir hlutir af ólíkum uppruna er notaðir saman. Í öðru lagi fangaði röndótta mottan mig ofan á sísalmottunni algjörlega. Í þriðja lagi húsgögnin og ólík blanda. Í fjórða lagi dökkir veggirnir. 
Og þar sem myndin er virkilega falleg þá hlýtur heimilið í heild að vera það? Þetta er heimili amerísks innanhússhönnuðar sem heitir Mark D. Sikes. Þar er hugað að hverju smáatriði sem skilar sér í heimili sem gaman er að rýna í. Fullt af hugmyndum sem gjarnan má nota heima þótt stíllinn sé alls ekki sá sami. Að neðan eru myndir til að skoða og hvað mér finnst heillandi á þeim. 

– Read more for the rest of the post –
Hlutir raðast vel saman, bækur og box notuð til að lyfta upp.Bækur í félagsskap fallegra hluta.Útistólar, garð-safarístólar, notaðir inni. Textíll. Óhefðbundið.Röndóttar mottur, kósý horn, bókahillur og skipulögð óreiða.Það sama og að ofan plús hvítar gardínur á stöng fyrir stórum gluggum.Litlir hlutir á bakka, mynd og kínverskur vasi. Blandan.Dökkir veggir, mottur, skápur, lítið Tulip borð.Bekkur við enda á rúmi, mottur, blöð á bakka undir bekk.Svart baðherbergi, lítið borð, lampi. Óhefðbundið.

Myndir Latte Lisa / Lonny - Domaine sjáið þarna fleiri myndir

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...