09 April 2014

1–10: STÓRAR GRÚPPUR1–10

Stórar grúppur í uppstillingar. Eitthvað sem mörgum þykir ekki auðvelt að setja saman. Reyna en finnst samsetningin ekki virka. Hvað er þá til ráða? Hér eru nokkur atriði sem má hafa í huga: Ekki hugsa um hluti sem grúppur sem raðast í hring, og alls ekki í eina beina línu heldur. Hugsaðu frekar um hring sem má brjóta upp og hlutirnir stingast út úr. Veltu fyrir þér hæðinni, hafðu hluti saman sem eru ekki jafn háir. Þetta má líka vinna með því að hafa bækur og blöð undir hlutum. Svo er gott að reyna að hafa hluti í „litasjetteringum", einbeita sér að því að hafa ljóst saman o.s.frv. en svart og grátt og slíkir náttúrulitir geta hugsast sem svona litagrúppa. Þá er auðvelt að koma með etthvað eitt sem er stærra og öðruvísi með, sbr. í formi lampa. Þá finnst mér alltaf fallegt að hafa einhvern bakgrunn; bakka, myndir, diska eða jafnvel bara litaðan vegg eða dökkan. Það er auðvelt að vinna með þessi ráð. 

– Lesa nánar til að sjá myndirnar – 1 / 2 / 3 / 4 / 5No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...