06 March 2014

TÍSKA: HLIÐARTASKAN
Við höfum séð mjög mikið af þeim undanfarið. Hliðartöskur, eða þær sem eru ekki of stórar og má krossa yfir búkinn, eru vinsælar að nýju en það virist sem tískuheimurinn hafi einhvers konar ástar-, haturssamband við þær. Þær sjást ekki svo misserum skiptir og svo tröllríða þær öllu. Fyrir þær sem eru ekki með „líf" sitt í töskunni (þegar maður vinnur heima gerist það nefnilega ekki) þá er þetta vinsæl stærð af töskum og notadrjúg. Það verður samt að viðurkennast að dömurnar sem hafa verið myndaðar með krossaðar hliðartöskur eru ekki með neitt „slor" en mikið eru þær nú fallegar blessaðar töskurnar. Finnst ykkur ekki? 

– Lesa nánar til að sjá allar töskurnar –


1 / 2 / 3 / 4 / 5


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...