24 March 2014

MÁNUDAGSMIX: PÓSTKORT FRÁ HOME AND DELICIOUS

Mánudagur og ein frétt frá Home and Delicious. Við erum að gefa út póstkort í A5 stærð með myndum sem við höfum birt eftir Gunnar. Við ákváðum að gera þetta í tilefni af því að hinn árlegi HönnunarMars er í þessari viku og benda af því tilefni á bókina okkar sem kom út fyrir jólin. Kortin eru svo fyrir þá sem vilja og hafa áhuga á. Þau má nota á ýmsa vegu; senda þau á vini og ættingja, nota í moodboard, í ramma ... bara hvað sem er. Við látum ykkur vita síðar í vikunni hvar má nálgast þau. 

– Lesa nánar til að sjá myndirnar sem eru á kortunum –
 No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...