10 March 2014

MÁNUDAGSMIX: MYNDIR UM ALLT
Myndir fyrir vikuna! Myndir af ýmsum toga eiga erindi í öll herbergi í húsinu og það nóg af þeim. Fátt skreytir jafn mikið og segir jafn mikið til um íbúana. Þessar myndir af myndum urðu á vegi mínum á örskömmum tíma á skemmtilegum síðum sem ég mæli með hér að neðan. Stíllinn er fjölbreyttur en fallegur. Þótt þú hafir ekki svefnherbergið þitt alveg eins og hér að neðan má sannarlega fá hugmyndir og sækja innblástur. Þannig virka hlutirnir! En í öllum tilfellum eru þessir myndaveggir mjög blandaðir. Engar ljósmyndir þó heldur myndir, listaverk af ýmsu tagi, plaköt, kort. Slíkum myndum má meira að segja koma fyrir í bókahillunum með því að láta þær liggja fyrir framan  bækurnar og eins má helgja þær upp á hillurnar sjálfar. 

– Lesa nánar til að sjá myndir á mánudegi –


1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...