11 March 2014

HEIMSÓKN: PORTLAND, USA
Það er töluvert langt síðan ég fann þessa mynd hér að ofan og fannst eitthvað aðlaðandi og áhugavert við hana. Þá vissi ég ekki neitt meira. Stuttu síðar komst ég í samband við Julie Pointer sem vinnur hjá Kinfolk í Portland í Bandaríkjunum. Virkilega skemmtileg stelpa (fyrir þá sem hafa séð eða eiga Kinfolk matreiðslubókina þá má sjá Julie þar). Við Gunnar höfum haldið tvo viðburði á vegum Kinfolk hér á landi og verið í samskiptum við Julie vegna þeirra. Fyrir svolitlu síðan var ég að leita að fallegum innlitum til að birta hér á síðunni þegar þessi flotta mynd var fyrir framan mig. Og hver býr þá á blessuðu heimilinu, og er á myndinni, önnur en Julie. Þar sem hún var hér á landi fyrir örstuttu síðan þá fannst mér ekki úr vegi að birta loksins myndir úr þessari heimsókn sem er inni á Design Sponge og þið getið sér meira af hér ásamt því að lesa skemmtilegt viðtal við hana. Þið ýtið hins vegar á lesa nánar hér að neðan til að sjá fleiri myndir. 


– Lesa nánar til að sjá fleiri myndir frá Julie –No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...