07 March 2014

GOTT AÐ LESA OG SKOÐA UM HELGINA


Ég safna alltaf alveg hrikalega miklu inn á tölvuna hjá mér af innlitum og greinum sem ég skoða, nota og geri svo kannski ekkert með. Þess vegna datt mér í hug þennan föstudaginn að setja inn fimm myndir sem hafa slóðir inn á skemmtileg innlit sem ég hvet ykkur til að skoða og lesa um helgina. Komið ykkur vel fyrir og njótið þess að „fletta" í gegnum þau, fá hugmyndir og verða fyrir innblæstri. 

– Lesa nánar til að komast í öll innlitin – 

Jóhanna Methúsalemsdóttir er íslenskur skartgripahönnuður sem hefur búið í New York í áraraðir. Hún hannar undir merkinu Kría og mjög margir sem þekkja til hennar. Þýska síðan Freunde von Freunden heimsótti hana og það er gamana að skoða þá grein sem og lesa. 

LESIÐ GREININA HÉR eða klikkið á myndinaÞessi heimsókn er í gegnum norska blaðið Interior magasinet. Glæsileg húsgögn og takið eftir litnum á eldhúsinnréttingunni sem og gólfinu í barnaherberginu. 

LESIÐ GREININA HÉR eða klikkið á myndinaHvítt og bjart á blönduðum nótum. Eitt af mörgum innlitum sem ég hef haft gaman af því að skoða og hefur birst í danska blaðinu Femina. Hér í gegnum frönsku síðuna Planete Deco. 

LESIÐ GREININA HÉR eða klikkið á myndinaÞað eru tvö skemmtileg innlit á þessari slóð og bæði birtust upphaflega í áströlskum blöðum, Country Style og InsideOut. Hér eru þau í gegnum síðuna Blissfulbblog

LESIÐ GREININA HÉR eða klikkið á myndinaHeima hjá Rene Redzepi sem er annar eigenda veitingastaðarins Noma í Kaupmannahöfn sem og matreiðslumaður staðarins. Skemmtileg smáatriði í umhverfi þar sem matur er hafður um hönd! 


LESIÐ GREININA HÉR eða klikkið á myndina1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...