14 March 2014

GÓÐ HUGMYND FYRIR HELGINA ... verkefni!
Fyrir þá sem hafa ekkert sérstakt fyrir stafni um helgina, eru jafnvel til í smá verkefni fyrir heimilið, þá er hér hugmynd fyrir þá sem eru til í breytingar. Að mála hluta af vegg í mjög dökkum lit í þeim tilgangi að nota hann sem vegg á bak við uppstillingar. Mér finnst þetta fín hugmynd fyrir þá sem vilja ekki mála of mikið (eða þar sem ekki eru allir sammála um liti á veggi á heimilinu!) en sjá hversu margir hlutir fara fallega við dökka veggi. Myndirnar sem styðja þessa hugmynd mína eru teknar af sænska ljósmyndaranum Daniellu Witte en hún notar heimilið sitt mikið í myndatökur. Hún er með þennan svarta vegg heima hjá sér og myndar mikið við hann. En takið eftir, hún er alltaf að breyta um uppstillingar sem er akkúrat málið. Að leyfa sér að breyta og færa til, það er miklu skemmtilegra! Takið líka eftir að þessir hlutir sem hún notar við svarta vegginn eru mjög óformlegir og hversdags sem passar ljómandi vel. Gangi ykkur vel! 

– Lesa nánar til að sjá fleiri myndir af sama vegg –
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...