21 March 2014

FÖSTUDAGUR OG FRELSI Í KORTUNUM
Er þetta ekki ótrúlegt hvað mars er orðinn erfiðasti og harðasti vetrarmánuðurinn hjá okkur? Vonskuveður er víða um land, ekki er gert ráð fyrir að fari að lægja, ófært og stórhríð á flestum leiðum... bara rétt í þessu í fréttunum. Við hér á höfuðborgarsvæðinu búum við sumarveður miðað við marga aðra og mér fannst á mynd sem ég fékk senda frá föður mínum áðan að fólk sé að snjóa inni! Hvað skal þá til bragðs taka? Kannski helst að reyna að hafa það extra kósý. Þeir sem komast í bústaðinn sinn fara kannski þangað, þar sem veðrið er sæmilegt, en annars má vera heima og leitast við að búa til smá stemmningu. Það er að minnsta kosti föstudagur og frelsi í kortunum fyrir næstu tvo daga! 

– Lesa nánar og skoðið fallegan bústað sem má dreyma um fyrir helgina –
1-5 / 1-5No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...