12 March 2014

1–10: MJÚKT OG HART1–10

Eigi herbergi að vera áhugavert og heillandi þarfnast það ákveðinna andstæðna í efnisvali milli þess sem telst hart eða mjúkt. Veggirnir eru skelin utan um allt og liturinn á þeim skiptir því máli – litatónar með köldum eða hlýjum undirtóni. Gólfefni, flísar, loft, fellur undir grunnmyndina og það sem inn í hana kemur þarf að spila með. Húsgögn geta til að mynda verið ansi hörð og köntuð í ákveðnum stíl og því þurfa þau mjög sterk, mjúk efni með sér í aukahlutum til að herbergið sé aðlaðandi og þig langi að vera þar. Það sama á við um herbergi sem er í grunninn mjög mjúkt; þar mætti kalla á harðari efni til að ná jafnvægi, eins og gler, plast og stál. Þessu þarf svo að púsla saman og hver og einn að finna það sjálftur hvort honum líði vel í eigin umhverfi. Ef svo er hefur kapallinn gengið upp! 

– Lesa nánar til að sjá myndir með mjúku og hörðu –
1 / 2 / 3 / 4 / 5

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...