28 February 2014

TÍSKA: ÓTRÚLEG LITASAMSETNING
Getur litasamsetning verið eitthvað mikið fallegri en hún gerist á þessum myndum? Hvernig þessir dásamlegu bláu og grænu litir eru notaðir saman? Ég veit það fullvel að þetta eru litir sem allir rjúka ekki út og fylla fataskápinn af, þótt það væri að vísu skemmtilegt að sjá, en hvernig þeir tóna og þá líka við þennan ljósbrúna sem gægist upp úr hálsmálinu. Vonandi veitir þetta ykkur innblástur eins og mér (nú þegar ég er að standa upp frá tölvunni til að fara að elda næsta skammt af þeim hundrað uppskriftum sem ég er að brasa í!) Þessi fallegu föt eru frá Gucci, haust- og vetrarlínu 2014.  elle.com

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...