03 February 2014

tíska: er jakkapeysan bjargvættur?
Ég hugsa að ég geti alveg slegið leiðindametið þegar ég þusa við manninn minn um veðrið og kuldann. Þessa dagana eru hæfileikarnir í þeim efnum í botni því kuldi og hvass norðanvindur eru ekki vinir mínir! Ég get ekki sagt ykkur hvað ég er þá ánægð að komast heim og vita að ég þarf ekki að fara aftur út. Hvað er þá til ráða? Koma sér í hlý föt og fá sér heitan drykk. Það sem bjargar mér hvað oftast í skyndi er að skella yfir mig hlýrri jakkapeysu. Slík peysa er eitthvað sem ekki er hægt að vera án en málið er líka að þær geta verið mjög flottar. Hvort sem er við stutt leðurpils eða snjáðar gallabuxur þá er hlý jakkapeysa / golla flík sem er áberandi og heillandi að mínu mati. Gerir mikið fyrir útlitið en þó mest fyrir andlega vellíðan! 

– Lesa nánar til að sjá fleiri peysur –1 / 2 / 3 / 4 / 5

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...