03 February 2014

mánudagsmix: hvað er betra I?


hallabára / home and delicious


Í dag er ágætis mánudagur, 3. febrúar. Er hægt að byrja daginn betur en með gjöf frá stóra ljóninu sem gaf mömmu sinni ljónadagatal til að minna hana á sig og tímann? Varla. Nú er það sikileyskt pestó á linguine og Nutella-ostakaka í hádegismat, sem ég var að malla, ásamt heimalöguðu buffi með spældu eggi og sennilega uppáhalds rúllutertunni minni sem tengdamóðir mín gerir. Fjölskyldan hittist þar í hádeginu á mánudögum yfir vetrartímann. Kannski ég skrásetji þetta og gefi ykkur uppskriftirnar. Hafið það gott.


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...