06 February 2014

hvað er betra II?


hallabára / home and deliciousÞið munið það kannski að á mánudaginn sagði ég ykkur frá frábærri afmælisgjöf sem stóra ljónið mitt gaf mér. Litla ljónið mitt vildi ekki vera síðri dóttir og þennan sama morgun bað hún mig að tala við pabba sinn um það að þau þyrftu að fara eftir skóla og kaupa gjöf handa mér. Hann gerði það að sjálfsögðu og hún virtist algjörlega vera með það á hreinu hvað hún ætlaði að kaupa. 
Mér var afhent gjöfin áður en við fórum og fengum okkur pizzu á Horninu. Daman var meira en lítið  spennt og þegar ég opnaði græna pakkann með gullborðanum þá skríkti í henni. Það fyrsta sem ég sá var stelputímarit sem heitir M, breskt blað, og á forsíðunni mynd af strákabandinu One Direction. Hún var forvitin að sjá viðbrögð mín við gjöfinni og ekki var annað hægt en að vera mjög glaður. Sennilega ein óvæntasta gjöf sem ég hef fengið. En blaðið var að vísu ekki eina gjöfin því undir því var rosa falleg og stór bók um eldhús eftir einn af mínum uppáhalds höfundum, Stafford Cliff. Hana valdi hún líka sjálf ... sú þekkir móður sína.
Inni í þessu glæsilega blaði mínu var síðan plakat af One Direction og að sjálfsögðu er það komið upp á vegg hjá mér í vinnuherberginu. Hvað er hægt að biðja um meira en horfa á þessa myndardrengi? (Verst að Gunni situr beint á móti myndinni af þeim og horfir því á hana). Stuttu seinna viðurkenndi hún að vísu að hún hefði gefið mér blaðið því hana langaði svo í það. Ljónin mín hafa gaman af því að hlusta á 1D og eftir því sem ég kynnist þeim betur hef ég bara gaman af því líka! 

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...