18 February 2014

HEIMSÓKN: VALENCIA, SPÁNN
Það tók mig svolítinn tíma að finna áhugaverða heimsókn fyrir þennan þriðjudag. Að sjálfsögðu úir og grúir af heimilum til að skoða á netinu en ég vil vanda valið og að það falli inn í hugmynd Home and Delicious. Sömuleiðis að myndirnar séu fallegar og vel teknar. Það finnst mér algjörlega eiga við um þetta heimili í Valencia á Spáni. Uppgerð íbúð þar sem hugað er að hverju smáatriði. Ekki of mikið dót en langt frá því að vera minimal umgjörð. Leikið vel með andstæður í hráum veggjum og svo aftur vel pússuðum og lökkuðum fulningum. Náttúrulegir litir út í bláa tóna. Vel valdir hlutir þar sem þekkt hönnun sýnir sig með. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...