04 February 2014

heimsókn: suður london
Eins og í síðustu viku, þá var það myndin að ofan sem hafði heillað mig og fékk mig til að birta allar myndirnar af þessu heimili í London. Mér finnst fallegt að notaður sé blár litur á veggina sem og að hillurnar séu málaðar í sama lit. Það er öðruvísi og pínu djarft á íslenskan mælikvarða, þar sem ljósari litir tíðkast undir áhrifum frá Skandinavíu. Önnur herbergi í þessu húsi sem við sjáum myndir af eru líka heillandi. Það er leikið með fleiri liti en þennan bláa sem og ljósari tóna og eldhúsið er grátt þar sem innréttingin er í sama lit og veggirnir. Gott gott! Alls staðar eru áhugaverðir fókuspunktar sem fá þig til að líta vel á myndina, ljós og lampar spila stórt hlutverk og húsgögn eru klassísk og falla vel að heildarmynd. Skemmtilegt að skoða! 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –


Via Living Etc / James Merrell photography

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...