07 February 2014

grænn af öfund
Það líður ekki á löngu þar til ég verð krýnd Sendiherra lita á Íslandi. Mér þykir svo gaman og mikilvægt að fá fólk til að hugsa út fyrir boxið þegar kemur að því að mála heimilið sitt. Þá er ég ekki að tala um að allt eigi að vera í sterkum, dökkum eða áberandi litum. Hvítir og ljósir tónar eru jafnvandmeðfarnir. Alltof, alltof, alltof margir (verð að leggja áherslu á orð mín) mála hvítt ...af því bara! 

– Lesa nánar og til að sjá allar grænu myndirnar – Í ótrúlega mörgum tilfellum hefði verið mun áhrifameira og skemmtilegra að velja aðra ljósa tóna með smá slettu af undirtóni sem gerir það sem er innandyra miklu áhugaverðara. Dregur fram það skrítna, fallega, skemmtilega. Það þarf að velja liti með tilliti til húss og íbúðar, aldurs, stíls, áhrifa sem skal ná inni og fleira og fleira. Með því náum við þessum VÁ áhrifum sem er svo gaman að hafa heima og gerir okkur glöð.

Undanfarið höfum við mikið verið að spá í liti og litatóna þar sem við erum að vinna að mjög spennandi verkefni sem við segjum frá við fyrsta tækifæri. Það er áskorun en mér finnst alveg ótrúlega gaman að spá í liti og hvernig þeir verða til. Ég hef stúderað töluvert af bláum og blágráum og lært að komast hjá fjólubláum undirtóni og núna langaði mig að prófa eitthvað nýtt með. Þá kom þessi græni hér að ofan til sögunnar. 

Þegar ég sá þessar myndir fyrst, heillaðist ég. Það er eitthvað við þennan græna lit sem er spennandi. Hvítt, svart, grátt og náttúrulegir tónar eiga með honum samleið. Við prófuðum hann í tveimur tónum og mér sýnist annar þeirra steinliggja! Mæli með þessum lit fyrir þá sem eru til í að prófa eitthvað nýtt. Afraksturinn munið þig fá að sjá síðar, eða þegar verkefninu er lokið, allt klappað og klárt. Ætli það verði ekki með vorinu – þegar allt fer að grænka úti gerist það sem sagt líka inni! 


1, 2, 3 – Emma Persson Lagerberberg styling / Petra Bindel photography
4, 5, 6 – Vipp via Scandinavian Deco
7 – Tine K Home

2 comments:

 1. Elska grænt... allt er vænt sem vel er grænt.. ekki satt? finst þessir dimmgrænu með kalkáferðinni á efstu myndunum ótrúlega sjarmerandi.
  Góða helgi og takk fyrir flott blogg
  kv Stína

  ReplyDelete
  Replies
  1. takk innilega
   skora á þig að prófa að mála!!!

   Delete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...