12 February 2014

1–10: mjúkir og mildir litir1–10

Á föstudaginn talaði ég um gildi lita og var að sýna ykkur myndir þar sem grænir veggir voru í aðalatriði. Þá nefndi ég mikilvægi þess að íhuga vel litavalið þegar kemur að því að mála þótt ekki eigi að mála í sterkum litum. Sem sagt að fara ekki bara þá leið að mála hvítt án þess að íhuga annað. Með myndunum sem fylgja hérna sýni ég ykkur hvað ég var að tala um. Mjúkir litir án þess að vera áberandi en sem skipta miklu máli í allri umgjörðinni og í því að gera umhverfið áhugavert. Grænir, gráir, bleikir og brúnir undirtónar en sem allir eru notaðir með hvítu á einhvern hátt og draga því fram fegurðina í hvíta litnum, ferskleika hans og mikilvægi almennt. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –


Sjáið öll heimilin, fleiri myndir og hvaðan þær koma á H&D's Pinterest 
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...