23 January 2014

tíska: óbrigðul samsetning í kamel og gallabuxum
Þegar ég fór í gegnum myndabankann minn í leit að flottum myndum til að sýna ykkur og gera eitthvað úr, blasti þetta við mér: Snjáðar og rifnar gallabuxur við kamel- eða beinhvítan efri hluta. Gjarnan hvít skyrta innan undir, hælaskór eða góðir bítla/hosuskór við. Klassík. Gallabuxurnar eru þetta ósettlega og hráa en kamel og beinhvítt frekar settlegt og lekkert. Úr verður jafnvægi í stílnum þar sem þú getur klætt þig „upp" og „niður". Ekki kemst ég að annarri niðurstöðu en að þetta sé óbrigðul samsetning sem má grípa reglulega í. 

– Lesa nánar til að sjá fleiri myndir af þessari samsetningu –
1 / 2 / 3 / 4 / 5


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...