28 January 2014

te vetrarins eru...
Það er svolítið síðan við töluðum um te. Eins og ég hef nefnt áður þá er ég svo heppin að fá inn um lúguna nýtt te í hverjum mánuði frá Tefélaginu. Ótrúlega sniðugt og skemmtilegt því sannarlega eykur það fjölbreytnina í smakkinu að fá te sem er mjög ólíklegt að maður hefði keypt sér eða haft aðgang að. Tein í vetur hafa vetur verið Berjate, Panyong sem er svart og hvítt blandað saman, kvöldte, jólate og nú síðast hreint, svart te, Yunnan Mao Feng, með blómlegu bragði og snert af hunangi. Fyrir teunnendur þá er sannarlega hægt að mæla með því að prófa þjónustu Tefélagsins. Maður er alltaf spenntur að sjá hvers konar te maður á að smakka næst!

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...