26 January 2014

sería fyrir allt heila árið


hallabára / home and delicious


Gamaldags sería með stórum perum hafði lengi verið á óskalistanum mínum. Ég hafði fundið þær nokkrar en aldrei verið fullkomlega ánægð; snúran of klossuð, serían of löng, ekki nógu innivæn og einnig fannst mér þær oft frekar dýrar. Þá hnaut ég um þessa hér. Sá hana auglýsta í bæklingi frá Bauhaus í byrjun desember, fékk mig aldrei af stað þangað og jólin voru næstum komin þegar annar bæklingur frá þeim kom inn um lúguna og þá var helmingsafsláttur. Það kom mér í að fara þangað og serían kom með mér og Kaju heim. Gæti ekki verið mikið sælli með hana. Hún mun ekki fara niður á næstunni en kosturinn við seríuna er að hana má líka nota úti. Vá, flott í garðinn! 


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...