30 January 2014

...og verði ljós á náttborðinu!


hallabara / home and delicious


Ég get fengið hálfgerða dellu fyrir hlutum sem ég elska hvað eru einfaldir og ódýrir en ótrúlega góðir. Þetta á til dæmis við um lampa, sem ég nota út um alla íbúð í stað loftlýsingar, og þar skorar hæst Hemma-lampafóturinn frá Ikea sem ég hef notað í mörg ár. Nú hef ég tekið ástfóstri við annan lampa sem mér líkar sérlega vel við og það er Tertial-skrifborðslampinn frá Ikea. Mig sárvantaði lampa á náttborðið hjá mér og datt þessi í hug. Gæti ekki verið ánægðari með hann! Eldri mín vildi svo eins hjá sér og nú biður sú yngri ekki um annað en að fara í Ikea til að ná sér í einn. 

3 comments:

 1. Góðan dag. Ég er einmitt búin að vera að leita að svona lampa til að hafa á náttborðinu. Langar bara að spyrja í hvaða lit er þessi á myndinni? Sýnist þeir bara vera til silfurlitir í Ikea. Takk fyrir skemmtilegt og fallegt blogg. Kveðja, Margrét

  ReplyDelete
  Replies
  1. hæ hæ!
   takk fyrir hlý orð
   þessir lampar eru bara til í silfruðu - en þeir eru þá skemmtilega hlutlausir ef þeir eru á móti lituðum vegg eða margt að gerast í kringum þá
   ég er mjög ánægð með þá sem ég er með hérna heima
   b-hbg

   Delete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...