24 January 2014

nýr ljósmyndari á heimilinu?
Það er alveg ágætt að eiga eiginmann sem er ljósmyndari og svona sæmilega góður í þokkabót ... í að kenna mér. Ég setti mér það markmið fyrir árið 2014 að byrja að taka myndir í meira mæli, hef mjög gaman af því, og þetta er byrjunin sem þið sjáið hér. Kennarinn minn fór yfir myndavélina með mér í gær og setti mér fyrir verkefni. Að sjálfsögðu gerði ég það. Þá fór hann yfir það að hlaða myndunum inn, sem ég er ekki alveg hundrað prósent klár á en það bjargast líklega. Og að lokum var það myndvinnslan. Er með gula miða á tölvunni með ýmsum upplýsingum hvað hana varðar sem ekki má gleyma. Og þetta er afraksturinn. 

– Lesa nánar til að sjá fleiri myndir frá mér –


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...