17 January 2014

litur ársins 2014
Fyrirtækið Pantone hefur það að venju að velja lit hvers árs. Lit sem skal veita innblástur og gleði. Í fyrra var það emerald-grænn sem varð fyrir valinu og vakti mikla athygli en í ár er það fjólublár litur sem kallast á ensku radiant orchid. Þar sem við höfum sérstaklega fátæklegan orðaforða yfir liti í íslensku er erfitt að segja mikið annað en fjólublátt en eins og sjá má á litaspjaldinu tekur þessi litur á sig ýmsa tóna. 
Þetta er langt frá því að vera litur sem fær fólk til að rjúka heim og mála hjá sér og um hann hefur lítið verið fjallað í samanburði við græna litinn í fyrra. En það tekur það enginn af honum að hann er fallegur og maður sér hann frekar fyrir sér notaðan í aukahlutum, textíl og svo í blómum til skrauts. Hann nýtur sín þó hvað best að mínu mati á móti gráu og dökkum litum. Sjáið myndirnar sem fylgja með og takið eftir því hvað litur ársins 2014 kemur vel út.

– Lesa nánar til að sjá myndirnar –


1 / 2, 4, 6 / 3 / 5 / 7


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...