22 January 2014

fyrir og eftir – breyting, ekki rétt?
Hér er ég með skemmtilegt dæmi að sýna ykkur. Hvernig notkun lita á veggi breytir rými og flytur það í hærri hæðir. Mér finnst alltaf svo gaman að koma með þessi dæmi þegar ég get sýnt fyrir / eftir, svo virkilega sé hægt að sjá muninn. Ég dreg hins vegar ekkert úr því að hvíta rýmið er fallegt en þegar búið er að mála það blátt þá verður gjörbylting. Er ekki breyting fólgin í þessu? Veltið því fyrir ykkur að það að mála er smá stúss en samt sem áður miklu ódýrara og einfaldara en það að gera eitthvað annað til að breyta heima. Ekki mála einn vegg, málið miklu meira. Áhrifin verða sterkari. Ef ykkur finnst erfitt að venjast því þá má alltaf mála aftur seinna. En svo ég tali af reynslu - þá langar mann ekki að snúa aftur ef maður hefur einu sinni byrjað að nota liti sem maður virkilega samsamar sig við. 

Þessi dásamlega fallega íbúð er ekki heimili heldur verslun/gallerý í Kaupmannahöfn sem sett er upp í 19. aldar steinshúsi í borginni. Það heitir The Apartment og er í eigu Tina Seidenfaden Busck og Pernille Hornhaver. Hver hlutur er sérstaklega valinn inn í rýmið til að endurspegla fullkomlega hugmyndina á bak við íbúðina. 

– Lesa nánar til að sjá myndirnar fyrir og eftir –

Photos via The Apartment
1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...