11 December 2013

höldum köldu!Við höfum lítið verið í því að segja frá vörum og nýjungum hér hjá okkur á Home and Delicious en það ætti kannski örlítið að bæta úr því, sérstaklega þar sem um er að ræða skemmtilegar gjafahugmyndir eða slíkt. Geri það hér með og langar að sýna ykkur virkilega fallega hönnun frá finnska fyrirtækinu Magisso sem byggð er á ævafornri japanskri aðferð. Um er að ræða kampavínskæli, vínkæli, karöflu og ísmolabox sem er látið undir ískalt rennandi vatn í skamma stund og heldur eftir það köldu í töluverðan tíma. Virkilega fallegir hlutir sem mega vera til sýnis og með notagildi sem spillir ekki fyrir. Sjá sölustaði hér.

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...