05 November 2013

heimsókn: ... og úr verður heimiliHeimilið sem við heimsækjum í dag ... er ekki til. Ég ákvað að setja það saman sjálf úr fallegum myndum sem urðu á vegi mínum. Úr varð nokkuð skemmtileg blanda, einföld, ljós og skandinavísk í grunninn þar sem bleikur litur, plöntur, gamalt og klassískt kemur saman. Það má sjá glytta í gull og kopar, svarta lampa, textíl og smá skipulagða óreiðu sem gerir heimilið persónulegt. Allt eru þetta atriði sem koma fram í haust og vetraráherslum þegar kemur að innanhússhönnun og gaman er að líta til eftir innblæstri án þess þó að láta það stjórna ferðinni! 

– Ýtið á lesa nánar til að sjá allt „heimilið" –No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...