15 November 2013

föstudagur og smá grár fiðringur!Grátt er sennilega sá litur sem má segja að sé litur vetrarins. Hann er smávegis nýr svartur – það er auðvelt að klæða sig í gráan alklæðnað frá toppi til táar. Það sama má segja um heimilið. Grátt kemur þar inn sem nýr hvítur. Það er mjög auðvelt að nota gráan lit á sama hátt og hvítan, á veggi og loft, sem og í húsgögn og alla aukahluti. Grátt er engin ný bóla en það sem er nýtt er að honum er haldið á lofti nú um stundir. Sem er kannski alveg ágætt til að fá inn smá mótvægi við svart í klæðnaði og hvítt í húsbúnaði. Náum okkur í smá gráan fiðring þennan föstudaginn!

– Lesa nánar til að fanga stemmninguna –
1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...