20 November 2013

1–10: náttborðslampar af annarri gerð!


1–10

Margir vilja hafa svefnherbergið sitt einfalt og ekkert má trufla. Margir láta það liggja á milli hluta og ætla alltaf að gera fínt þar inni einhvern tímann seinna. Margir hafa það mjög hefðbundið og finnst kannski vanta eitthvað smá fútt í umhverfið. 
Hér eru nokkrar hugmyndir til að „poppa" svefnherbergið aðeins upp og það er aðallega gert með skemmtilegum náttborðslöpum. Getur varla verið mikið einfaldara. Staðreyndin er nefnilega sú að náttborðslampinn er mikið til stærsti skrautmunurinn í herberginu og því ætti hann að vera virkilega áhugaverður. Fallegur lampi fangar athyglina og nær að mynda fókuspunkt í rýminu sem maður vill horfa á. En athugið að það er ekki regla að náttborðslampar við tvíbreytt rúm séu eins – þvert á móti má leika sér með að hafa þá ólíka og jafnvel nota standlampa öðrum megin.
Myndirnar sýna fallega lampa til að hafa inni í svefnherberginu en einnig er á mörgum þeirra eitthvert eitt atriði í viðbót sem má hafa í huga til að gera svefnherbergið spennandi! 

– Lesa nánar til að nálgast allar hugmyndirnar –


Gylltur lampi í hvítu rými nýtur sín vel. Klassískur kollur virkar sem náttborð.


Gamli skrifborðslampinn er margnota hlutur. Góð hugmynd að raða Ikea kössum sem 
þessum fyrir aftan rúmið (þar sem er pláss) og nota sem höfðagafl. 


Falleg perustæði báðum megin og það tvö. 


Tveir eins. Eins og það getur virkað hefðbundið þá gerir það mikið þegar 
umhverfið er skemmtilega öðruvísi eins og þarna. 


Hönnunarklassík dregin inn í svefnherbergið. Það er misskilningur að falleg 
hönnun þurfi alltaf að vera í stofunni. 


Einstakt loftljós hengt upp á vegg. 


Fínn lampi en takið eftir að rúmið er skásett. Ágætis hugmynd þegar er pláss í slíkt.


Standlampi er góður náttborðslampi. Spegill sem höfðagafl. 


Lítill lampi án skerms en með stóra peru. Brýtur upp hefðbundið form. 

1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8 / 9No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...